- Sjálfvirk afritun
- Hröð endurheimt
- Gögn geymd í ótakmarkaðan tíma
- Vörn gegn gagnagíslatöku og gagnatapi
- Ótakmarkað gagnamagn
- Frí uppsetning
Samkvæmt könnunum hafa 80% fyrirtækja tapað gögnum úr skýjaumhverfi, til dæmis vegna mannlegra þátta, árása, vírusa eða gíslatökuhugbúnaðar. Við mælum því með afritun tölvugagna fyrir öll fyrirtæki, líka þau sem notast við skýjaþjónustur.
Afritunin er sjálfvirk og tekur heildarafrit þrisvar sinnum á sólarhring, sem er oftar en almennt gerist. Microsoft og Google mæla með því að gögn geymd hjá þeim séu afrituð af þriðja aðila til að verjast vélbúnaðarbilunum, tölvuárásum og öðru gagnatapi.
Gögnin eru geymd í öruggum vistvænum og vottuðum gagnaverum í Þýskalandi og á Íslandi. Afrit gagna allra notenda eru geymd. Þegar notanda er eytt fellur niður afritunarkostnaður fyrir hann, en afrit af tölvugögnum hans geymast áfram. Gögn byggð á þekkingu notanda og verkefnum hans hverfa því ekki á braut með honum.
Sveigjanlegir endurheimtarmöguleikar gefa þér og okkur tækifæri á að endurheimta gögn hratt ásamt því að halda uppbyggingu skráa og mappa í Microsoft 365 og Google Workspace (áður G Suite).
Þessari framsæknu afritunaraðferð má líkja við heildarspeglun af öllu í viðkomandi tölvu eða netþjóni, sem sagt öllum hugbúnaði, uppsetningu, kerfisstillingum og gögnum.
Speglunin fer fram 12 sinnum á sólarhring auk þess sem notandi getur smellt á aukaspeglun, óski hann þess. Afritunin fer fram hvar sem tölvan er stödd svo lengi sem hún er nettengd.
Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir netþjóna og tölvur stjórnenda sem og aðra sem geyma mikilvæg gögn í tölvum sínum sem þeir þurfa að hafa tafarlausan aðgang að.
Gögnin eru geymd í öruggum gagnaverum í Þýskalandi og á Íslandi. Ef eitthvað kemur upp á er hægt að nálgast öll gögn í tölvunni með því að ræsa hana í sýndarumhverfi í vefviðmóti. Jafnframt er hægt að nota speglun til að endurheimta tölvuna á lágmarkstíma yfir á nýjan tölvubúnað.
Notandi eða við hjá Afriti getum endurheimt gögn á mjög sveigjanlegan máta. Má þar meðal annars nefna að ræsa tölvuna í skýinu, setja tölvuna upp á nýjan tölvubúnað, hlaða niður gögnum eða skrá fyrir sýndarvél, endurheimta einstök drif og fleira.
Sjálfvirk afritun af öllum tölvugögnum, svo sem möppum, skjölum, ljósmyndum og öðrum gögnum, sem eru eingöngu vistuð beint á tölvuna eða netþjóninn.
Gögnin eru geymd í öruggum gagnaverum í Þýskalandi og á Íslandi. Notendur geta á fljótlegan og einfaldan máta endurheimt gögn sem hefur óvart verið eytt eða glatast á annan máta.
Afrit gagnanna eru flutt og geymd dulkóðuð í öruggum gagnaverum í Þýskalandi og á Íslandi. Skýjaafritun geymir gögnin í ótakmarkaðan tíma.
Öll afritunarþjónusta Afrits uppfyllir öryggisstaðla Evrópusambandsins. Einnig er unnið eftir ISO 27001 öryggisstaðlinum og almennu persónuverndar-reglugerðinni (GDPR).
Gagnamagnið hjá Afriti er alltaf ótakmarkað í skýjaafritun þannig að kostnaður breytist ekki þó að gagnamagnið aukist. Notendur munu því aldrei verða beðnir um að takmarka gagnamagnið að neinu leyti.
Í speglun takmarkast gagnamagnið fyrir almennar tölvur af stærð aðaldisks en þó að hámarki 1 TB. Speglun á netþjónum getur verið allt að 100 TB.
Afrit af gögnum eru geymd í ótakmarkaðan tíma í skýjaafritun svo lengi sem þeim er ekki eytt handvirkt út úr kerfinu. Kerfið geymir allar útgáfur af öllum skjölum þannig að góð skjalasaga verður til staðar. Allar þjónustuleiðir bjóða upp á einfalda leið til að finna skjöl sem hafa glatast.
Gögnin eru geymd dulkóðuð í afar öruggum ISO 27001 vottuðum gagnaverum í Þýskalandi og á Íslandi. Flutningur gagna er einnig dulkóðaður alla leið frá tölvu eða skýi yfir í gagnaverin.
Mikilvægt er að vernda mikilvæg gögn gegn gagnatapi og gagnagíslatöku sem er að verða sífellt algengari aðferð til að kúga fé út úr fyrirtækjum og einstaklingum.
Afritunin á sér stað sjálfvirkt og eru gögnin aðgengileg í gegnum vefinn hvar og hvenær sem þörf er á þeim. Einnig er mjög einfalt að endurheimta gögn.
Afritun af skýjaþjónustu hjá Microsoft eða Google kostar frá 710 kr. til 965 kr. án vsk. fyrir hvern notanda. Verðið fer eftir fjölda notenda sem afritaður er.
Speglun notendatölvu kostar 7.840 kr. án vsk. Speglun vefþjóna fer eftir stærð og gagnamagni.
Skjalaafritun með ótakmörkuðu gagnamagni kostar 2.840 kr. án vsk. fyrir notendatölvu en 15.430 kr. án vsk. fyrir netþjóna.
Í skýjaþjónustustu Microsoft eða Google er tekið heildarafrit af umhverfinu þrisvar sinnum á sólarhring.
Speglun tekur afrit 12 sinnum á sólarhring en notandi getur smellt á aukaspeglun hvenær sem er.
Skjalaafritun er stöðug og tekur afrit jafnóðum og breytingar eiga sér stað.
Afritin eru geymd í öruggum vistvænum og vottuðum gagnaverum í Þýskalandi og á Íslandi. Einnig býður speglun af netþjónum upp á að afrit séu geymd innanhúss hjá fyrirtækjum og stofnunum á vélbúnaði frá Afriti.
Í skýjaþjónustu eru öll gögn notenda afrituð ásamt þeim sameiginlegu svæðum sem óskað er eftir. Má sem dæmi nefna tölvupóst, tengiliði, dagatöl, skjöl notenda, hópvinnusvæði o.fl.
Speglun afritar öll gögn í þeirri tölvu eða þeim netþjóni sem þau eru keyrð á og skiptir þá engu hvort um sé að ræða gagnaskrár eða forrit. Tölvan er í raun endurheimtanleg að fullu.
Í skjalaafritun er tekið afrit af öllum skjölum og möppum sem eru sérstaklega skilgreindar við uppsetningu.
Hægt er að stýra því hver getur endurheimt gögn. Notendur í skjalaafritun geta til dæmis endurheimt gögn sjálfir á einfaldan máta.
Einnig er hægt að takmarka endurheimt gagna eingöngu við kerfisstjóra hjá fyrirtæki eða stofnun. Sé sá kostur valinn geta starfsmenn Afrits ekki endurheimt gögn.
Frí endurheimt gagna á eingöngu við þegar gögn hafa glatast, t.d. vegna bilunar á vélbúnaði, eyðileggingar, mistaka eða gagnagíslatöku, en ekki til að flytja gögn á milli tölva eða notenda.
Afrit uppfyllir kröfur ISO 27001 staðalsins, EU Model Clauses, HIPAA Business Associate Agreements og FISMA/FedRAMP. Einnig er unnið eftir almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR) og öryggisstöðlum Evrópusambandsins.
Afrit er rekið af Tölvuaðstoð ehf. sem hefur verið starfandi síðan 2004. Tæknimenn Afrits eru sérfræðingar á sínu sviði og hafa margra áratuga reynslu af kerfisstjórnun og almennri tölvuþjónustu. Tölvuaðstoð hefur sérhæft sig í öryggislausnum eins og afritun, dulkóðun, lykilorðalausri innskráningu og fleira.
Kjörorð okkar er sanngirni og stefna okkar er persónuleg þjónusta fyrir alla.